Dagskrá

20:00 - 21:00

SALUR H/I - Hilton Nordica

Vekjum von - samtal um sjálfsvíg

Dr. Tómas Kristjánsson

Í fyrirlestrinum fer Dr. Tómas yfir stöðu sjálfsvígsmála á Íslandi. Áhersla verður lögð á hættumerki og áhættuþætti tengda sjálfsvígum. Hvernig bregðast eigi við þegar einstaklingar í okkar nærumhverfi sína þessi hættumerki og hvað við sem samfélag getum gert til þess að grípa einstaklinga í sjálfsvígshættu og aðstandendur þeirra. 

9:00 - 12:00
Hringsalur (Barnaspítali Hringsins)

Vinnustofa um hugræn atferlismeðferð við geðrofseinkennum

Vinnustofa á vegum: Sálfræðiþjónustu LSH
Kennarar: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Styrkár Hallsson og Birta Brynjarsdóttir

Geðrofseinkenni eru einkennandi í geðrofsröskunum, en geta þó birst í öðrum tilfinningalegum vanda, m.a. áfallastreitu, alvarlegu þunglyndi eða geðhæð. Helstu geðrofseinkenni eru ranghugmyndir og ofskynjanir, en til þess að um geðrofsröskun sé að ræða þurfa geðrofseinkenni, og truflun vegna þeirra, að vera til staðar í tiltekinn tíma.

Hugræn atferlismeðferð (HAM) er sú sálfræðimeðferð sem mestar rannsóknarniðurstöður liggja að baki í meðhöndlun geðrofseinkenna og samkvæmt klínískum leiðbeiningum skal bjóða öllum þeim sem greina frá geðrofseinkennum HAM sem meðferð. Hugræn atferlismeðferð við geðrofseinkennum (HAMg) skiptist upp í fjögur stig. Á fyrsta stigi meðferðar er áherslan á meðferðarsambandið og kortlagningu einkenna. Á öðru stigi meðferðar er ýmsum aðferðum beitt sem miða að breytingum. Á þriðja stigi meðferðar er unnið með grunnviðhorf. Á fjórða stigi meðferðar er áhersla lögð á að styrkja batann og fyrirbyggja bakslög. Meðferðin er ekki línuleg heldur tekur mið af getu skjólstæðings og veikindafasa. Á þessari vinnustofu fá þátttakendur innsýn í HAMg. Fjallað verður um helstu geðrofseinkenni og stigin fjögur. Þátttakendur fá hagnýt verkfæri sem þeir geta notað í meðferð með skjólstæðingum sem greina frá geðrofseinkennum.

Skráning á vinnustofu LSH í tengslum við Sálfræðiþing 2024 fer fram hér.

Athugið: Skráning er skilyrði

10:30 - 12:00
Salur á Barna - og unglingageðdeild Landspítalans

Kynning á bráðateymi barna- og unlingageðdeildar (BUGL)

Kynning á vegum: Barna- og unglingageðdeildar Landspítala.
Kennarar: Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, sálfræðingur; Hildur Ýr Hilmarsdóttir, sálfræðingur; Margrét Hera Hauksdóttir, sálfræðingur og Sara Hrund Helgadóttir, sálfræðingur, allar starfsmenn bráðateymis Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL).

Bráðateymið er sérhæft teymi sem hefur það hlutverk að meta alvarleika bráðs geðræns vanda barna og unglinga, s.s. sjálfsvígshættu og geðrofseinkenni. Starfsemi bráðteymis á BUGL verður kynnt og klínísk mál tekin fyrir, auk þess sem fyrirspurnum verður svarað.

Skráning á kynningu BUGL í tengslum við Sálfræðiþing 2024 fer fram hér.

Athugið: Skráning er skilyrði

13:00 - 14:30
Vegmúli 3, 108 Reykjavík.

Vinsamlegast ekki leggja beint fyrir framan húsið en bílastæði eru til staðar bakvið húsið (Ármúla megin) en einnig er heimilt að leggja í stæði sem liggja meðfram húsinu.


Geðheilsumiðstöð barna býður sálfræðingum og sálfræðinemum í heimsókn

Kynning á störfum sálfræðinga á Geðheilsumiðstöð barna
Umsjónaraðilar: Ágústa Dan Árnadóttir, Ágústa Friðriksdóttir og Helen Marie Frigge, sálfræðingar á GMB.

Geðheilsumiðstöð barna (GMB) býður sálfræðingum og sálfræðinemum að kynnast fjölbreyttum verkefnum sálfræðinga á GMB. Geðheilsumiðstöð barna veitir 2. stigs heilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir börn að 18 ára aldri og sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda. Fjallað verður um almenna starfsemi GMB, þverfaglega teymisvinnu og aðkomu sálfræðinga í þeim teymum. Einnig verður fjallað sérstaklega um starfsanda GMB, boðið upp á snarl og gott kollega spjall.

Skráning fer fram hér.

Athugið að skráning er skilyrði.

13:00 - 16:00
SALUR FG - UPPSELT - HILTON NORDICA

Vinnustofa með Rory O’Connor 

Understanding and Preventing Suicidal Behaviour

Rory O’Connor

16:15 - 18:00
Sjúkrahúsið Vogur, Stórhöfða 45, 110 Reykjavík

Sáá býður sálfræðingum og sálfræðinemum í heimsókn

Kynning á störfum sálfræðinga hjá Sáá
Umsjónaraðili: Ingunn Hansdóttir

Fíknivandi er mjög algengur og snertir marga beint og óbeint. Fíknivandi er oft samhliða öðrum geðrænum vanda og hefur miklar afleiðingar fyrir líðan fólks og snertir því störf sálfræðinga.

Hjá Sáá starfa 6 sálfræðingar í fullu starfi og langar okkur að hafa kynningu á okkar störfum á fræðslu- og námskeiðsdegi Sálfræðiþingsins. Fjallað verður um meðferð á fíkn og aðkomu sálfræðinga að starfi Sáá. Einnig verður starfsemi Sáá kynnt.

Skráning á kynningu hjá Sáá fer fram hér.

Athugið: Skráning er skilyrði

8:00 Móttaka og skráning
8:30
SALUR A og B

Setning Sálfræðiþings 2024

Pétur Maack Þorsteinsson formaður Sálfræðingafélags Íslands

8:50
SALUR A og B

Afhending heiðursverðlauna SÍ

9:20 - 9:30 - stutt hlé
9:30
SALUR A og B

OPNUNARERINDI

Understanding Suicide Risk: from Suicidal Thoughts to Suicidal Acts.

Rory O´Connor Ph.d.

Professor of Health Psychology at the University of Glasgow in Scotland, President of the International Association for Suicide Prevention and a Past President of the International Academy of Suicide Research

10:30 – 10:50 - kaffihlé
10:50 - 12:20 LOTA 1
SALUR A

Málstofa 1: Sjálfsvíg - Hringrás sjálfsvíga og hlutverk sálfræðinga

Málastofustjóri: Tómas Kristjánsson

M1.1
Lífsbrú - Miðstöð sjálfsvígsforvarna

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis.

M1.2
Staðlað mat og viðbrögð við sjálfsvígshættu- þjálfun starfsmanna LSH

Dr. Berglind Guðmundsdóttir, Sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá sálfræðiþjónustu Landspítala og prófessor í sálfræði við Læknadeild Háskóla Íslands

M1.3
Píeta samtökin- Gagnreynt meðferðarstarf og stuðningur

Gunnhildur Ólafsdóttir, sálfræðingur, fagstjóri Píeta samtakanna

M1.4
Staða sjálfsvígsmála á Íslandi – rangar upplýsingar, þöggun og hlutverk sálfræðinga

Dr. Tómas Kristjánsson, sálfræðingur, aðjúnkt við Sálfræðideild Háskóla Íslands
SALUR B

Málstofa 2: Hugræn atferlismeðferð og almenn kvíðaröskun – Mikilvægi hugrænnar kortlagningar

Málastofustjóri: Jón Friðrik Sigurðsson

M2.1
Hugrænn skilningur á almennri kvíðaröskun

Sævar Már Gústavsson

M2.2
Þemarammagreining á hugsun, hegðun og tilfinningum fólks með almenna kvíðaröskun

Erna Björk Einarsdóttir

M2.3
Árangursmat á hugrænni atferlismeðferð í hóp fyrir almenna kvíðaröskun

Karen Geirsdóttir

M2.4
Upplifun skjólstæðinga af hugrænni atferlishópmeðferð við almennri kvíðaröskun: eigindleg rannsókn

Brynja Björk Beck Þórsdóttir

M2.5
Sníðum stakk eftir vexti: samþætting kortlagningar, reynslugagna og árangursrannsókna í meðferð almennrar kvíðaröskunar

Sævar Már Gústavsson
SALUR H og I (efri hæð)

Kynning á rannsóknum I

Fundarstjóri: Lilja Magnúsdóttir

R1.1
Tengsl endurgjafar kennara við námsástundun í einum skóla í Reykjavík

Birna Pálsdóttir, Helga Maggý Magnúsdóttir og Zuilma Gabriela Sigurðardóttir

R1.2
Hugbrigðaraskanir hjá börnum og unglingum (FNSD): Eru þær eins og hjá fullorðnum?

Drífa Björk Guðmundsdóttir

R1.3
Áföll í lífi barna og ungmenna sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi, samfélagsleg aðlögun og líðan

Paola Cardenas
12:20 - 13:20 - hádegisverður
13:20 - 14:40 LOTA 2
SALUR A

Málstofa 3: Þarf nú að fara að virkja?

Málstofustjóri: Ragnar P. Ólafsson

M3.1
Meðferð þunglyndis með atferlisvirkjun og hugrænni atferlismeðferð

Ragnar P. Ólafsson

M3.2
Atferlisvirkjun við þunglyndi: Árangursrík meðferð og þá fyrir hverja?

Sigurður Viðar

M3.3
Hvað virkar í atferlisvirkjun við þunglyndi

Nína Björg Arnarsdóttir

M3.4
Er óhætt að notast við atferlisvirkjun í geðhvörfum?

Halla Ósk Ólafsdóttir
SALUR B

Kynning á rannsóknum II

Fundarstjóri: Kristbjörg Þórisdóttir

R2.1
Árangur hugrænnar atferlismeðferðar í hóp við flughræðslu

Ásmundur Gunnarsson og Ólafía Sigurjónsdóttir

R2.2
Hafa kvíðavaldandi atburðir og óvissuaðstæður áhrif á kvíða- og þunglyndiseinkennum þó slíkir atburðir og aðstæður séu okkur fjarlægar? Mat á áhrifum innrásar Rússlands í Úkraínu á tilfinningamein í klínísku þýði

Jón Ingi Hlynsson

R2.3
Viðbrögð við áleitnum hugmyndum í félagsfælni og þráhyggju- og árátturöskun

Andri Steinþór Björnsson

R2.4
Geta sálfræðinemar veitt árangursríka meðferð?

Þórður Örn Arnarson
SALUR H og I (efri hæð)

Kynning á rannsóknum III

Fundarstjóri: Álfheiður Guðmundsdóttir

R3.1
Kulnunareinkenni meðal íslenskra sálfræðinga

Ragna Benedikta Garðarsdóttir

R3.2
Aðlögun að daglegri tilveru með krabbamein

Ásta Bjarney Pétursdóttir

R3.3
Rannsókn á starfsemi vöggustofa í Reykjavík 1949-1973 og afdrifum þeirra sem þar dvöldu: Vísindalegt, hagnýtt og siðferðilegt gildi niðurstaðna fyrir sálfræðinga

Urður Njarðvík
14:40 - 15:00 - kaffihlé
15:00 - 16:00 LOTA 3
SALUR A

Málstofa 4: Sérfræðiviðurkenning í klínískri sálfræði á Íslandi

Málstofustjóri: Rétur Maack Þorsteinsson

Berglind Guðmundsdóttir LSH
Gyða Haraldsdóttir
Inga Hrefna Jónsdóttir FSKS
Ragnar Pétur Ólafsson HÍ
Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir FHAM/sérnám
Pétur Maack Þorsteinson SÍ
SALUR B

Störf sálfræðinga á fjölbreyttum vettvangi

Fundarstjóri: Helgi Héðinsson


Vertu með Auðnast í liði – andleg, líkamleg og félagsleg heilsa í atvinnulífinu

Ragnhildur Bjarkadóttir og Hjördís Unnur Másdóttir


Klínísk heilsusálfræð: Mikilvægi starfa sálfræðinga á þverfaglegum vefrænum vettvangi

Erla Svansdóttir


Fagleg úttekt þegar upp koma kvartanir í starfumhverfinu

Þórkatla Aðalsteinsdóttir
SALUR H og I (efri hæð)

Straumar og stefnur í sálfræði

Fundarstjóri: Hugrún Vignisdóttir


Stöðustyrkjandi viðmót í meðferðarstarfi - röklegar undirstöður góðs meðferðarsambands

Martin Smedlund


Sérstaða Rökrænnar tilfinninga og atferlismeðferðar (REBT) í flóru kenninga um hugræna atferlismeðferð og árangur eftir daga Alberts Ellis

Gunnar Hrafn Birgisson


Neikvæð sálfræði

Kristján Guðmundsson
16:20

Happy Hour

Uppistand Snjólaug Lúðvíksdóttir

Ráðstefnuhaldarar

Athygli Conferences LOGO

Athygli ráðstefnur
Ármúla 11
108 Reykjavík

Sími 568 2800
Kt. 520199-2929

thorunn@athygliradstefnur.is

Lógó